Háskóli Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands (University of Iceland Student Achievement and Incentive Fund)
 
Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands veitir í júní ár hvert styrki til framhaldsskólanema sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Þann 28. júní 2016 var úthlutað úr sjóðnum í níunda sinn. Sjá frétt um úthlutun ársins 2016.
 
Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður árið 2008 til að styrkja afburðanemendur til náms við skólann og er sérstaklega ætlaður nýnemum. Styrkir eru veittir árlega úr sjóðnum og umsóknarfrestur er auglýstur á vormánuðum. Frá upphafi hafa 165 nýnemar við Háskólann hlotið styrki úr sjóðnum. 
 
Þrír styrkir eru í ár sérstaklega ætlaðir nemum sem hyggja á kennaranám eða annað nám í menntavísindum.
 
Stjórn sjóðsins er heimilt að veita allt að þrjá styrki til nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 
 
Hver styrkur er að fjárhæð 300.000 kr. auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands. Styrkhafar fá styrkinn greiddan fljótlega eftir að nám við skólann hefst.
 
Hverjir geta sótt um?
Nýnemar við Háskóla Íslands, innritaðir í nám á haustönn úthlutunarárs, geta sótt um styrkinn.
 
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2017-2018 er 5. júní 2017.
Eyðublað verður aðgengilegt á vefnum þegar opnað verður fyrir umsóknir. 
 
Skilyrði styrkveitingar
Við val á styrkhöfum er tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi. Einnig er horft til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum. Hafi  stúdentar yfirstigið miklar hindranir á námsferli sínum er einnig litið til þess.
Í umsókn skal koma fram, auk almennra upplýsinga um umsækjanda, greinargóð lýsing á námsferli, stutt umfjöllun um annað sem umsækjandi hefur tekið sér fyrir hendur og telur að skipti máli auk lýsingu á framtíðaráformum. Með umsókn þurfa að fylgja stúdentsprófsskírteini, meðmælabréf og staðfesting á virkni í félagsstörfum, sérstökum aðstæðum og/eða árangri á öðrum sviðum.
 
Vönduð vinnubrögð og skýr framsetning á upplýsingum auðveldar mat stjórnar á umsóknum. Umsóknir án fylgigagna koma ekki til greina við val stjórnar á styrkhafa.
 
Stjórn sjóðsins
Friðgeir Börkur Hansen, prófessor á Menntavísindasviði
Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands og sérfræðingur á skrifstofu rektors
Steinunn Gestsdóttir, prófessor á Heilbrigðisvísindasviði
 
Frekari upplýsingar um styrkinn veitir Gyða Einarsdóttir gydae@hi.is.
 
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is