Háskóli Íslands

Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja efnilega, fátæka stúdenta, sem stunda læknisfræði-, lögfræði- eða verkfræðinám við Háskóla Íslands. Í öðru lagi að styrkja vísindalegar rannsóknir eða vísindastarfsemi, einkum þá, er varðar lögfræðileg efni, íslenzk náttúruvísindi og heilbrigðismál. Í þriðja lagi að styrkja útgáfu vísindarita eða vel saminna alþýðlegra fræðibóka.

Stofnfé sjóðsins er dánargjöf Guðmundar Thorsteinssonar, Bjarnarstíg 12, Reykjavík, er andaðist 6. júlí 1949, samkvæmt arfleiðsluskrá 23. apríl 1932.

Sjóðurinn hefur staðfesta skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is