Háskóli Íslands

Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen

Soffía Jónsdóttir Sörensen gaf Háskóla Íslands sextán hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands hf. Það var gert í minningu látins eiginmanns hennar, Börge Sörensen. Hann var skráður nemandi við Háskólann en varð að hverfa frá námi sökum veikinda.

Samkvæmt gjafabréfi til Háskóla Íslands dagsettu 1. mars 1992 má Háskólinn ráðstafa gjöfinni án skilyrða.

Sjóðurinn hefur ekki staðfesta skipulagsskrá.

Gjafabréf (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is