Háskóli Íslands

Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur

Markmið sjóðsins er að styrkja kandídat í læknisfræði til undirbúnings í útlöndum undir kennarastarf í einhverri grein læknisfræðinnar við læknadeild Háskóla Íslands. Veita má sama manni styrk úr sjóðnum í þessu skyni oftar en einu sinni, þó aldrei oftar en fjögur ár. Ef ekki er um styrkveitingu til kandídats að ræða má jafnframt veita íslenskum læknisfræðingi styrk úr sjóðnum fyrir ritgerðir um læknisfræði eða til rannsókna.

Sjóður þessi var stofnaður 18. janúar 1922 eftir erfðaskrá Guðmundar Magnússonar prófessors og konu hans, Katrínar Skúladóttur, með fimmtíu þúsund króna gjöf samkvæmt bréfi til háskólaráðs.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Staðfest skipulagsskrá

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is