Háskóli Íslands

Minningarsjóður Theodórs Johnson

Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla Íslands. Heimilt er að úthluta í einu lagi tekjum fleiri ára.

Stofnfé sjóðsins eru eignir þær, sem ánafnaðar voru af Theódór Johnson hótelstjóra, Reykjavík, með erfðaskrá hans dags. 25. mars 1965.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is