Háskóli Íslands

Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur

Sjóðurinn var stofnaður árið 1964 skv. erfðaskrá Ragnheiðar Jónsdóttur.

Ragnheiður ánafnaði Háskóla Íslands helming þeirra peninga sem hún lét eftir sig og óskaði eftir að sjóður sem bæri heitið „Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur, skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík“ yrði stofnaður.

Í erfðaskrá Ragnheiðar Jónsdóttur segir: „Vöxtum af sjóðnum má að 9/10 hlutum árlega verja til að styrkja konur, er nám stunda við áðurnefndan háskóla eða utanlands við háskóla þar. Háskólaráð skal úthluta styrkjum hverju sinni. Stúlkur, er námi hafa lokið úr Kvennaskólanum í Reykjavík, sitji fyrir um styrkveitingar úr sjóðnum að öðru jöfnu. Verði styrkur eigi veittur úr sjóðnum eitthvert ár, leggjast vextir við höfuðstólinn. Jafnan skulu styrkveitingar úr sjóðnum það háar að þær verið styrkþega veruleg námshjálp“.

Ekki til staðfest skipulagsskrá.

Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is