Háskóli Íslands

Norðmannsgjöf

Tilgangur sjóðsins er að verðlauna íslenskan vísindamann sem fjallar um málvísindi eða sagnfræði eða til útgáfu íslenskra handrita eða handritafræða eftir ákvörðun stjórnarnefndar.

Stofnandi sjóðsins er norskur Íslandsvinur sem styrkja vill norræna menningarsamvinnu. Hann óskar að nafns síns verði ekki getið hvorki nú né síðar. Sjóðurinn var gefinn í tilefni af 50 ára afmæli Háskóla Íslands, og var skýrt frá gjöfinni á háskólahátíð 1961. Til sjóðsins er einnig stofnað í tilefni af þeirri ákvörðun Dana að afhenda Íslendingum handrit í Danmörku.

Sjóðurinn hefur staðfesta skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is