Háskóli Íslands

Sjóðasafn Háskóla Íslands

Á ári hverju skal heimilt, eftir nánari ákvörðun stjórnar, að verja fé af tekjum Sjóðasafns í þágu einhvers þess markmiðs, sem einstökum sjóðum hefur verið ætlað að gegna samkvæmt ákvæðum skipulagsskrár eða öðrum fyrirmælum. Eftir því sem við verður komið, skal haga úthlutun þannig, að hlutverki allra sjóða Sjóðasafns verði rækt sem best, með hliðsjón af efnum sjóðs og öðrum atriðum, sem máli skipta.

Eftirtaldir sjóðir eru teknir í Sjóðasafn Háskóla Íslands samkvæmt ákvæðum skipulagsskrár þessarar:

Afmælisgjöf styrktarsjóðs verslunarmanna á ísafirði.

Bókastyrktarsjóður prófessors Guðmundar Magnússonar.

Bræðrasjóður Háskóla Íslands.

Dánargjöf Gunnlaugs Kristmundssonar sandgræðslustjóra.

Dánargjöf Þórarins Jónssonar á Halldórsstöðum.

Dánarsjóður Björns M. Ólsens.

Foreldra og sjö bræðra sjóður.

Framfarasjóður stúdenta.

Gjafasjóður Jóns og Þóru Magnússon.

Gjafasjóður Þorkels Þorlákssonar.

Gjöf Hannesar Þorsteinssonar.

Gjöf heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins 1930.

Halldórs Andréssonar gjöf.

Háskólasjóður hins íslenska kvenfélags.

Heiðurslaunasjóður Benedikts S. Þórarinssonar.

Minningarsjóður Alexanders Jóhannessonar.

Minningarsjóður Benedikts Sveinssonar sýslumanns.

Minningarsjóður sýslumannshjóna Eggerts og Ingibjargar Briem.

Minningarsjóður stud. juris Halldórs Hallgríms Andréssonar.

Minningarsjóður Hannesar Hafsteins.

Minningarsjóður Haralds prófessors Níelssonar.

Minningarsjóður lektors Helga Hálfdánarsonar.

Minningarsjóður Jóns prófasts Guðmundssonar.

Minningarsjóður Jóns Ólafssonar alþingismanns.

Minningarsjóður Jóns biskups Vídalíns.

Minningarsjóður Ólafs Lárussonar prófessors.

Minningarsjóður Páls Bjarnasonar.

Minningarsjóður Páls Melsted stúdents.

Minningarsjóður frú Sigríðar Magnúsdóttur.

Minningarsjóður Skúla Jónssonar.

Minningarsjóður systkinanna frá Auðsholti.

Minningarsjóður Þorkels Jóhannessonar rektors.

Námsstyrktarsjóður Ólafs Guðmundssonar og Katrínar Sveinsdóttur.

Prestaskólasjóður.

Rasks-sjóður.

Styrktarsjóður Jóhanns Jónssonar.

Styrktarsjóður Lárusar H. Bjarnasonar.

Styrktarsjóður læknadeildar H. Í.

Verðlaunasjóður dr. juris Einars Arnórssonar

Skipulagsskrá sjóðsins (.pdf). 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is