Háskóli Íslands

Starfssjóður Læknadeildar Háskóla Íslands

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að hvers konar starfsemi Læknadeildar Háskóla Íslands. Einkanlega má til nefna fyrirlestrahald og námsstefnur, heimboð erlendra gesta og greiðslur ferðapeninga til kennara Læknadeildar og hvað eina, sem verða má að gangi fyrir fræðastarfsemi deildarinnar á hverjum tíma.

Starfssjóður Læknadeildar Háskóla Íslands er stofnaður af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund með gjafabréfi 21. apríl 1987 í tilefni af 65 ára afmæli heimilisins til minningar um Bjarna Bjarnason lækni, Skúla Guðjónsson prófessor og Þórð Sveinsson prófessor.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is