Árið 2006 var veittur styrkur úr sjóðnum til Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Íslands til kaupa á djúpfrystikistu fyrir lífsýni. Styrkupphæðin nam kr. 850.000 en Krabbameinsfélagið endurgreiddi sjóðnum opinber gjöld af rannsóknartækinu.
Styrkúthlutun 2010 til nýdoktora við HÍ
Í ársbyrjun 2010 var úthlutað sjö styrkjum til nýdoktora við Háskóla Íslands. Heildarupphæð styrksins nam 6 milljónum króna. Styrkhafar voru Bergrún Anna Ólafsdóttir Jarðvísindadeild, Eyjólfur Magnússon Jarðvísindadeild, Brynhildur Thors Læknadeild, Lena Rós Ásmundsdóttir Læknadeild, Stefán R. Jónsson Læknadeild, Valerie H. Maier, Líf- og umhverfisvísindadeild og Ægir Þór Þórsson, Líf – og umhverfisvísindadeild.