Háskóli Íslands

Styrkveitingar

Í september 2008 var úthlutað í fyrsta skipti úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur og voru tveir styrkir veittir úr sjóðnum. Styrkhafar voru Jóhanna Bernharðsdóttir og Eydís Sveinbjarnardóttir, doktorsnemar í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Heildlarupphæð styrksins nam kr. 750.000.

Úthlutað var í annað sinn úr sjóðnum í nóvember árið 2009. Styrkhafar voru Dr. Helga Gottfreðsdóttir, ljósmóðir og lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og doktorsneminn Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Heildarupphæð styrksins nam kr. 750.000.

Úthlutað var í þriðja sinn úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttir 1. október 2010 á degi Hjúkrunarfræðideildar. Styrkhafarnir voru Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ, Ásta St. Thoroddsen, dósent við Hjúkrunarfræðideild HÍ og Anna Ólafía Sigurðardóttir, klínískur lektor og sérfræðingur í hjúkruna á Landspítala. Heildarupphæð styrksins nam einni milljón króna.

Áætlað er að úthluta næst úr sjóðnum haustið 2011.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is