Háskóli Íslands

Hlutverk non-coding RNA í greinóttri formmyndun og bandvefsumbreytingu brjóstkirtils

Þórarinn Guðjónsson, dósent við Læknadeild

Myndun svokallaðrar greinóttrar formgerðar (e. branching morphogenesis) er nátengd þroskunarfræðilegum atburði sem nefnist bandvefsumbreyting þekjuvefjar (e. epithelial to mesenchymal transition/ EMT) sem aftur tengist myndun krabbameins.

Á síðustu árum hefur komið í ljós að non-coding RNA, sem eru kjarnsýrur sem tengjast starfsemi gena, gegna mikilvægu hlutverki í þroskun og sérhæfingu vefja og í EMT.

Markmið þessa rannsóknarverkefnis Þórarins Guðjónssonar, dósents við Læknadeild, er að rannsaka non-coding RNA og hvernig þau stýra greinóttri formgerð og EMT í brjóstkirtli. Með því að nota stofnfrumulínur, sem búnar hafa verið til úr brjóstkirtli, í vel skilgreindu, þrívíðu, frumuræktunarlíkani samhliða vinnu í músum verður hægt að koma með nýja nálgun í rannsókninni til þess að skilja betur myndun greinóttrar formgerðar og EMT í þroskun vefja og í krabbameinsmyndun.

Þórarinn hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is