Háskóli Íslands

Háskólasjóður

Markmið sjóðsins er eftirfarandi: Fénu skal verja til að efla menningarstarfsemi innan háskólans, s.s. útgáfustarfsemi, fyrirlestrahald fyrir almenning, tónleikahald og til annarrar menningarviðleitni, sem verðug er að mati háskólaráðs. Einnig skal heimilt að leita til sjóðsins vegna óvæntra fjárþarfa háskólans, sem upp kunna að koma, þannig að ekki gefist ráðrúm til að afla fjár eftir venjulegum leiðum.

Sjóðurinn heitir Háskólasjóður og kemur í stað þess sjóðs, sem nefndur hefur verið Prófgjaldasjóður. Tekur sjóðurinn við eignum Prófgjaldasjóðs og tekjustofnum. Tekjur sjóðsins eru: Gjöld utansafnaðarmanna, prófgjöld stúdenta, gjöld fyrir kandídatsvottorð og doktorsskjöl, greiðslur fyrir seldar árbækur, svo og gjafir, sem háskólanum kunna að berast án þess að tiltekið sé, hvernig þeim skuli varið.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Skipulagsskrá (.pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is