Háskóli Íslands

Styrkir til að efla tengsl Íslands og Japans - THE SCANDINAVIA-JAPAN SASAKAWA FOUNDATION

THE SCANDINAVIA-JAPAN SASAKAWA FOUNDATION
 
AUGLÝSING UM STYRKI
 
Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation veitir á árinu 2023 nokkra styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Styrkirnir eru veittir til verkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru m.a. ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar í Japan. 
Allar upplýsingar um umsóknarferlið er að finna á heimasíðu Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation, www.sjsf.se
Fyrir hönd fulltrúa Íslands í stjórn Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation, veitir ritari Íslandsdeildar, Björg Jóhannesdóttir, allar frekari upplýsingar, bjorgmin@gmail.com, sími: 820-5292.
Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2023.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is