Háskóli Íslands

Eftirlit eða öryggi – Rafrænt eftirlit í íslensku þjóðfélagi

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, doktorsnemi við Félags- og mannvísindadeild

Miklar umræður hafa verið síðastliðin misseri um auknar heimildir yfirvalda til að afla upplýsinga um þegna landsins. Sú mynd sem dregin er upp af eftirliti og eftirlitsþjóðfélagi í fjölmiðlum er oftar en ekki einfölduð og möguleikar rafræns eftirlits ýktir.

Markmið doktorsrannsóknar Margrétar Lilju Guðmundsdóttur, doktorsnema við Félags- og mannvísindadeild, er að greina umfang rafræns eftirlits á Íslandi, hversu víðtækt slíkt eftirlit er, hvernig eftirlit er viðhaft og hver upplifun almennings er á slíku eftirliti. Markmið framkvæmda- og löggjafarvalds með rafrænu eftirliti verða greind auk þess sem skoðað verður hvernig eftirlitinu er beitt, á hvern hátt upplýsingarnar eru notaðar og síðast en ekki síst hvernig slíkt eftirlit er notað til að fylgjast með þeim sem brjóta reglur samfélagsins með glæpsamlegum hætti. Rannsóknin er á sviði sem lítt hefur verið skoðað hér á landi.

Leiðbeinandi: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild. Margrét Lilja hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is