Háskóli Íslands

Litlir fyrirburar – langtímaeftirlit

Ingibjörg Georgsdóttir, doktorsnemi við Læknadeild

Miklar framfarir hafa orðið í meðferð lítilla fyrirbura, en þá er átt við börn sem eru undir 1000 grömmum við fæðingu. Bættum lífslíkum fyrirbura fylgja áleitnar og mikilvægar spurningar varðandi heilsufar, þroska, fatlanir og færni í daglegu lífi. Nauðsynlegt er að þekkja möguleg frávik svo grípa megi inn í með markvissri meðferð.

Í rannsókn Ingibjargar Georgsdóttur, doktorsnema við Lækjadeild, hefur fyrirburum fæddum á árunum 1991–1995 verið fylgt eftir af nákvæmni. Börnin hafa verið skoðuð á mismunandi tímabilum og metin m.t.t. heilsufars, þroska og fatlana. Í rannsókninni hefur m.a. komið fram að við fimm ára aldur var fjórðungur barnanna óaðgreinanlegur frá jafnöldrum, helmingur hafði frávik í þroska eða færni en fjórðungur glímdi við meiri fötlun. Rannsóknin gefur mikilvæg tækifæri til að öðlast meiri þekkingu á þessum viðkvæma hópi og bregðast við af fagmennsku.

Leiðbeinandi: Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild. Ingibjörg hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is