Háskóli Íslands

Wavelet-aðferðir fyrir rúm/tíðni myndgreiningu

Behnood Rasti, doktorsnemi við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild

Suðsíun stafrænna merkja og stafrænna mynda er algengt vandamál í merkjafræði og myndgreiningu. Hagnýt merki eins og gervihnatta- eða læknisfræðilegar myndir eru dæmi um myndir þar sem suðsíun skiptir miklu máli.

Í rannsókn Behnood Rasti, doktorsnema við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, verða margvíðar merkjafræðiaðferðir notaðar til suðsíunar á rúm/tíðni myndefni með hjálp svokallaðra wavelet-vörpunar. Notkun á wavelet-vörpunum, sem ekki eru hornréttar, leiða til illra fram settra vandamála sem þarf að leysa með kúptum bestunaraðferðum. Að leiða út kúptar bestunaraðferðir fyrir suðsíun og að finna reglunarstuðla þessara bestunaraðferða er eitt af aðalviðfangsefnum rannsóknarinnar. Notuð verða bæði hermd og raunveruleg gögn, en þau síðarnefndu koma frá fjarkönnunarmyndum og segulómsmyndum.

Leiðbeinendur: Jóhannes R. Sveinsson prófessor og Magnús Örn Úlfarsson, lektor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Behnood hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is