""

Ingjaldssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrk á námsárinu 2025-2026. Nemendur Háskóla Íslands sem stunda eða eru að hefja framhaldsnám erlendis (meistara- og doktorsnám) í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðleg viðskipti eða rekstrarstjórnun eiga kost á styrk.

""

Styrkir til náms og rannsókna í Japan og á Íslandi 2026-2027. Auglýst er eftir umsóknum úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er 1. febrúar 2026. Styrkirnir eru í boði fyrir nemendur og akademískt starfsfólk af öllum fræðasviðum við Háskóla Íslands til náms og rannsókna í Japan.

Frá styrkveitingu úr Þórsteinssjóði 2025.

Þrír námsstyrkir til blindra og sjónskertra námsmanna við Háskóla Íslands

Þórsteinssjóður - úthlutun 2013

Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2025.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt hluta leiðbeinenda, rektor Háskóla Íslands og stjórn sjóðsins. MYND/Kristinn Ingvarsson

Clara Brusq, doktorsnemi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands, og Maria Finster Úlfsson, doktorsnemi við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, hafa hlotið styrki úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R.

Frá afhendingu styrkjanna á rektorsskrifstofu en þar komu saman foreldrar styrkhafa, rektor og stjórn Verðlauansjóðs Sigurðar Helgasonar. MYND/Tryggvi Már Gunnarsson

Alexander K. Bendtsen og Benedikt Vilji Magnússon, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar prófessors fyrir frábæran námsárangur. 

""

Sjóðavefur Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir.hi.is, hefur verið færður í nýjan búning.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins að viðstaddri stjórn sjóðsins og stjórnarformanni Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Styrktarsjóður Skólabæjar hefur verið stofnaður undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins. Stofnfé sjóðsins er 430 milljónir króna. 

Styrkþegar ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Þórarni Guðjónssyni, forseta Læknadeildar

Ágústa Eyjólfsdóttir, Birta Rakel Óskarsdóttir, Bjarki Leó Snorrason og Katrín Hólmgrímsdóttir, öll þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands, hafa hlotið styrk úr Menntasjóði Læknadeildar til að vinna að BS-rannsóknarverkefni við erlenda háskóla.

Frá vinstri: Rúnar Helgi Vignisson, formaður stjórnar Minningarsjóðs Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur, Ragnheiður G. Guðmundsdóttir styrkþegi, Kata Suemegi stykþegi og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Tveir meistaranemar við Háskóla Íslands hafa hlotið styrk úr Minningarsjóði Erlendar Jónssonar og Mörtu Ágústsdóttur. Styrkhafar eru Kata Suemegi, MA-nemi í ritlist, og Ragnheiður G. Guðmundsdóttir, MA-nemi í annarsmálsfræði.

Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur við Háskóla Íslands, tók við styrknum úr hendi  Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, á rektorsskrifstofu á dögunum.

Veittur hefur verið styrkur úr Almanakssjóði vegna útgáfu Almanaks Háskólans. Almanakið hefur komið út samfellt frá árinu 1837 og nýlega fór 190. árgangur þess í vinnslu í prentsmiðju. 

Styrkþegar ásamt rektor Háskóla Íslands, öðrum stofnanda sjóðsins og stjórn hans. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Örn Almarsson, annar stofnenda sjóðsins, Ingibjörg Kjartansdóttir styrkþegi, Luca Prott styrkþegi, Margrét Helga Ögmundsdóttir stjórnarmaður, Eiríkur Steingrímsson, formaður stjórnar, og Steinn Guðmundsson stjórnarmaður.

Tvö verkefni, sem miða að því að nýta gervigreind til að greina fyrr öldrunartengda taugahrörnunarsjúkdóma annars vegar og þróa nanóagnir sem nýst geta í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur hins vegar, hafa hlotið styrk úr STAFNI: Styrktarsjóði Brynju Einarsdóttur og Arnar Almarssonar.