Markmið sjóðsins er að styrkja doktorsnema við deildir Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, einkum þá sem eru á lokastigum náms.
Menntasjóður Hugvísindasviðs er safn sjóða sem tengjast fræðigreinum sem tengjast Hugvísindasviði og eru sameinaðir til þess að styðja við doktorsnám á Hugvísindasviði.
Sjóðirnir eru:
- Det Danske Selskabs Studenterlegat (1943).
- Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar (1960).
- Minningarsjóður norskra stúdenta (1948).
- Norðmannsgjöf (1961). Sjóðanúmer 931.
- Sögusjóður stúdenta (1930).
Síðar bættist við:
- Forlogsboghandler Dr. phil. H.c. Ejnar Munksgaard Stift (1938).
Stjórn sjóðsins er skipuð fimm mönnum. Það eru forseti Hugvísindasviðs og deildarforsetar deilda sviðsins (Guðfræði- og trúarbragðafræðideild, Íslensku- og menningardeild, Mála- og menningardeild og Sagnfræði- og heimspekideild). Forseti Hugvísindasviðs er formaður stjórnar.
Í stjórninni sitja:
- Ólöf Garðarsdóttir, formaður olofgard@hi.is
- Geir Sigurðsson geirs@hi.is
- Sólveig Anna Bóasdóttir solanna@hi.is
- Steinunn Kristjánsdóttir sjk@hi.is
- Torfi Tulinius tht@hi.is