Háskóli Íslands

Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Tilgangur sjóðsins er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) og stuðla að vexti og viðgangi stofnunarinnar. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að veita styrki, fjárframlög og annan stuðning við verkefni á eftirfarandi sviðum:

 1. Rannsóknir á erlendum tungumálum: kennslufræði erlendra mála, máltaka, táknfræði, þýðingarfræði, málfræði, málvísindi, menningarfræði, bókmenntir og notagildi tungumála í atvinnulífinu,
 2. Útgáfa ritverka á fræðasviðum SVF, ráðstefnu- og fyrirlestrahald,
 3. Þróun kennslugagna í erlendum tungumálum,
 4. Samvinna við erlendar stofnanir á fræðasviðum SVF,
 5. Önnur verkefni sem tengjast starfsemi SVF að mati sjóðsstjórnar.

Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka. Einnig þeir aðilar sem gerðust sérstakir styrktaraðilar sjóðsins fyrir 15. apríl 2005 teljast gagnvart sjóðnum einnig til stofnenda hans. Þeir eru meðal annars: Ístak, Faxaflóahafnir, Icelandair, Hjalti Geir Kristjánsson, Hedorfs Fond, auk fjölmargra einstaklinga.

Fagráð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) skipar sjóðnum níu manna stjórn, til tveggja ára í senn. Sjóðsstjórn kýs formann úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Aðalstjórn:

 • Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, formaður
 • Ragnheiður Jónsdóttir menntunarfræðingur
 • Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur
 • Steinþór Pálsson bankastjóri
 • Vésteinn Ólason prófessor emeritus

Til vara:

 • Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Staðfest skipulagsskrá (pdf).

Úthlutunarreglur (pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is