Tilgangur og markmið Sigrúnarsjóðs er að efla og styrkja rannsóknir í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskyldumálefna. Megintilgangurinn er að efla doktorsnám og sérfræðiþekkingu í félagsráðgjöf með því að veita fjárstyrki til:
- doktorsverkefna í félagsráðgjöf sem snerta málefni barna- og fjölskyldna.
- frumrannsókna, þ.e. sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu.
- aðferðaþróunar á sérsviðum sem varða hagsmuni barna og fjölskyldna.
- þróunar- og tilraunaverkefna sem efla fræðilegt og faglegt framlag á sviðinu.
- fræðsluverkefna á sérsviðum félagsráðgjafar sem varða hagsmuni barna og fjölskyldna.
Markmiðunum með stofnun sjóðsins skal náð með beinum fjárframlögum og styrkjum sem nánar greinir í skipulagsskrá þessari.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2012 af Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf, en hún er einnig stofnandi Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) við Háskóla Íslands. Sigrún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar menntunar, rannsókna og fræða í félagsráðgjöf.
Sigrúnarsjóður heyrir undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands frá árinu 2016. Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagssrá.
Í stjórn sjóðsins sitja:
- Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent
- Helga Sól Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og lektor
- Halldór Sigurður Guðmundsson, félagsráðgjafi og dósent
Skipulagsskrá (.pdf)