Háskóli Íslands

Boðkerfi í æðaþeli: Hlutverk Akt og AMPK í fosfórun og örvun eNOS

Brynhildur Thors, Heilbrigðisvísindi

Aðalinntak verkefnisins er að skoða boðferli í æðaþeli, einkum í tengslum við stjórnun á NO-myndun.Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja nánar áður óþekkta boðleið sem við höfum nýlega séðog lýst í æðaþelsfrumum og felur í sér fosfórun og örvun á eNOS fyrir tilstilli kínasa sem hefur líttverið rannsakaður í æðaþelinu.

Æðaþelið fær nú sífellt meiri athygli og er skilningur manna að aukast á mikilvægi þess í viðhaldi áeðlilegri líkamsstarfsemi. Margt bendir til að skert starfsemi æðaþels sé byrjunarstig í þróunæðakölkunar og sé bæði afleiðing og miðill hinna skaðlegu áhrifa sem þekktir áhættuþættir hafa áveggi slagæða. Skert æðaþelsstarfsemi er því grundvallaratriði í mörgum algengustu og alvarlegustusjúkdómum samtímans, svo sem kransæðasjúkdómum, heilablóðföllum, útæðasjúkdómum,háþrýstingi og sykursýki.

Staðsetning æðaþelsins á innra borði æða og stöðug snerting við blóð veldurþví að æðaþelsfrumurnar verða fyrir stöðugu áreiti og örvun frá blóði, bæði af völdum blóðfrumna,efna í blóði og af mekanískum áhrifum streymandi blóðs. Boðkerfin sem stýra viðbrögðumæðaþelsins við þessum áreitum eru því lykillinn að skilningi á því hvernig heilbrigt æðaþel starfar oghvað fer úrskeiðis við sjúklegar aðstæður.

Af öllum þeim fjölmörgu og mikilvægu efnum semæðaþelsfrumurnar framleiða og fléttast inn í lífeðlisfræði blóðs og blóðrásarkerfis virðistköfnunarefnisoxíð (NO) gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki og trufluð eða skert starfsemiæðaþelsins tengist mjög oft truflun í myndun NO4, sem virkar sem æðavíkkandi efni, andoxunarefni,hemill á frumufjölgun og stýrðan frumudauða og bólguhemill, blóðsegahemill og æðakölkunarhemill 5-8.

Leiðbeinandi: Guðmundur Þorgeirsson, prófessor við lyfjafræðideild H.Í.

Samstarfsaðili: Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is