Háskóli Íslands

Styrkir fyrir stúdenta

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður árið 2008 til að styrkja framhaldsskólanema sem innritast í Háskóla Íslands og hafa náð afburðaárangri á stúdentsprófi. Við úthlutun er einnig leitast við að styrkja nemendur sem sýnt hafa sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er 5. júní ár hvert.

Stúdentasjóður

Stúdentaráð hefur umsjón með Stúdentasjóði. Hlutverk Stúdentasjóðs er að styðja við:

  • Menningar og félagslíf stúdenta
  • Alþjóðasamstarf stúdenta við erlenda aðila
  • Stúdenta sem fara í greiningu vegna sértækra námsöðruleika, athyglisbrests eða ofvirkni (ADD/ADHD)
  • Erlenda stúdenta utan EES svæðisins sem glíma við fjárhagslega erfiðleika hérlendis

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga, sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf og fræðasvið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is