Háskóli Íslands

Styrkir fyrir stúdenta

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður árið 2008 til að styrkja afburðanemendur til náms við skólann og var fyrsta úthlutun í júní það sama ár.  Háskóli Íslands hyggst veita árlega styrki til nýstúdenta, sem náð hafa framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Áætlað er að úthluta úr sjóðnum um miðjan júní ár hvert.

Stúdentasjóður

Stúdentaráð hefur umsjón með Stúdentasjóði. Hlutverk Stúdentasjóðs er að styðja við menningar- og félagslíf í deildum skólans. Í þeim tilgangi veitir sjóðurinn fé til deildarfélaga, samtaka stúdenta og einstakra stúdenta.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga, sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf og fræðasvið.

Greiningarsjóður fyrir nemendur með námsörðugleika

Stúdentaráð starfrækir greiningarsjóð þar sem þeir nemendur sem þurfa greiningu vegna sértækra námsörðugleika geta sótt um styrk upp í kostnað við greiningu. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í apríl 2007 en stefnt er að því að úthluta einu sinni á misseri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is