Háskóli Íslands

Endurútgáfa Orðaskrár Íslenska stærðfræðafélagsins

Íslenska stærðfræðafélagið hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að endurútgáfu og prentun á Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins að upphæð kr. 500.000.

Orðaskráin var fyrst gefin út hjá Háskólaútgáfunni árið 1998 í 1000 eintökum en hefur selst upp. Stjórn félagsins leggur áherslu á að orðaskráin sé alltaf til á bók og hefur beðið ritstjórn hennar að vinna að nýrri útgáfu. Stefnt er að því að orðaskráin verði bæði til í góðu bandi og í ódýrri kilju.

Rafrænt uppflettiform orðaskrárinnar er á vefsíðu félagsins: http://staefelag.raunvis.hi.is.

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Tilgangur félagsins er að efla stærðfræði á Íslandi og vera vettvangur Íslendinga fyrir alþjóðlegt samstarf stærðfræðinga. Formaður þess er Ragnar Sigurðsson og ritstjóri orðaskrárinnar er Reynir Axelsson.

Almanakssjóður var stofnaður árið 1973. Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is