Háskóli Íslands

Fimmtán fá styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum

Fimmtán nemendur og fræðimenn við Háskóla Íslands og japanska háskóla hlutu styrk úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2022-2023  Samanlögð styrkupphæð úr sjóðnum nam tæplega 11 milljónum króna.
 
Styrkþegarnir fá ýmist styrki til náms- eða rannsóknadvalar og er það í samræmi við markmið Watanabe-styrktarsjóðsins sem hefur frá árinu 2011 styrkt gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. 
 
Alls bárust sjóðnum 22 umsóknir og hlutu eftirtaldir aðilar styrk fyrir skólaárið 2022-2023:
 
Nemendur Háskóla Íslands sem hlutu styrk til náms í Japan
  • Anna Ingolfovna Skúlason, BA-nemi í japönsku máli og menningu, hlaut styrk til náms við Waseda-háskóla
  • Eva Bryndís Ágústsdóttir, BA-nemi í fornleifafræði, hlaut styrk til náms við Kyoto-háskóla.
  • Glúmur Björnsson, MS-nemi í jarðfræði, hlaut styrk til náms við Kochi-háskóla.
  • Jake Markert, BA-nemi í japönsku máli og menningu, hlaut styrk til náms við Iwate-háskóla. 
  • Mika Portugaise, MS-nemi í umhverfis- og auðlindafræði, hlaut styrk til náms við Tókýóháskóla.
  • Páll Steinar Sigurðsson, BA-nemi í japönsku máli og menningu, hlaut styrk til náms við Iwate-háskóla.
  • Rebekka Hlín Rúnarsdóttir, nemi í japönsku máli og menningu, hlaut styrk til náms við Kochi-háskóla.
  • Vivien Nagy, doktorsnemi í lyfjavísindum, hlaut styrk til rannsóknardvalar við Innovation Center of Nanomedicine (iCONM) í Kawasaki. 
  • Ingibjörg Björgvinsdóttir hlaut styrk til doktorsnáms við Tokyo University of Marine Science and Technology.
Japanskir nemendur sem hlutu styrk til náms við Háskóla Íslands
  • Anna Kodama, BA-nemi í stjórnmálafræði við Gakushuin-háskóla
  • Asuka Nakashizu, BA-nemi í sagnfræði við ICU-háskóla.
  • Malina Ueda, meistaranemi í víkinga- og miðaldafræðum við Háskóla Íslands

Íslenskir fræðimenn sem hlutu styrk til rannsóknadvalar í Japan

  • Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun, hlaut styrk til dvalar við Kyoto-háskóla og AIST-stofnunina.
  • Már Másson, prófessor í lyfjafræði, hlaut styrk til dvalar við Innovation Center of Nanomedicine (iCONM) í Kawasaki.
Japanskur fræðimaður sem fær styrk til rannsóknadvalar við Háskóla Íslands
  •  
  • Katsumi Doi, prófessor í sameindaerfðafræði við Kyushu-háskóla.
Þessu til viðbótar hefur stór hópur, sem hlaut styrk úr sjóðnum fyrir skólaárið 2021-2022, dvalið í Japan og Háskóla Íslands í vetur en vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins gat hann ekki nýtt styrkinn fyrr. 
 
Stjórn Watanabe-styrktarsjóðsins skipa Kristín Ingvarsdóttir, lektor við Mála- og menningardeild og formaður stjórnar, Toshizo "Tom" Watanabe, stofnandi sjóðsins og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is