Ragnhildur Guðmundsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum
„Doktorsverkefni mitt er tvíþætt," segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum. „Annars vegar er ætlunin að kanna áhrif snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á eftirlifendur, hins vegar að skoða áhrif tsunamiflóðbylgjunnar í Suðaustur-Asíu jólin 2004 á um 5.000 sænska eftirlifendur, en um 18.000 Svíar voru staddir á svæðinu þegar flóðbylgjan reið yfir."
„Markmið beggja rannsóknanna er að kanna hvort aukin hætta sé meðal eftirlifenda á langtímaheilsufarsafleiðingum, sálrænum eða líkamlegum, í kjölfar áfallsins. Íslendingar þekkja náttúruhamfarir af eigin raun og búa yfir mikilli reynslu af slíkum áföllum. Þrátt fyrir að náttúruhamfarir séu ríkur hluti af sögu Íslands hafa langtímaáhrif þeirra á heilsu lítið verið rannsökuðhér á landi," segir Ragnhildur.
„Eitt af því sem kannað verður meðal eftirlifenda tsunami-flóðbylgjunnar er hvort lengri dvöl á hamfarasvæðum og dráttur á að fá staðfestinguá að nákominn ættingi sé látinn auki hættu á langtímaheilsufarsafleiðingum.
"Viðfangsefni Ragnhildar er viðkvæmt og því fylgir mikil siðferðisleg ábyrgð. „Rannsóknin er framkvæmd af virðingu og umhyggju fyrir eftirlifendunum og í þeim tilgangi að uppskera þekkingu sem nýtist. Fyrri rannsóknir sýna að rannsóknum á heilsufarsafleiðingum ástvinamissisog náttúruhamfara er vel tekið af eftirlifendum. Því má ekki vanmeta möguleikann á að þessi rannsókn muni gagnast eftirlifendunum, því að niðurstöðurnar gætu t.d. réttlætt frekari tilraunir yfirvalda til að bæta aðstæður þeirra og heilsu."
Ragnhildur minnir á að mikill lærdómur hafi verið dreginn af snjóflóðunum á Flateyri og í Súðavík hvað varðar legu þorpanna, byggingu varnargarða og endurmat á snjóflóðavörnum. „Þessi rannsókn getur bætt um betur og gefið okkur mikilvægar upplýsingar um áhrif náttúruhamfara á sálræna og líkamlega heilsu. Þær upplýsingar geta gagnast við ákvarðanatöku í kjölfar náttúruhamfara í framtíðinni."
Leiðbeinandi: Unnur A. Valdimarsdóttir, dósent og forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum.
Ragnhildur hlaut styrk úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands árið 2008.