Háskóli Íslands

Styrkir til náms og rannsókna í Japan og á Íslandi

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2024. 
 
Watanabe-sjóðurinn veitir styrki til nemenda og akademískra starfsmanna á öllum fræðasviðum Háskóla Íslands til náms- eða rannsóknadvalar í Japan og það sama gildir um nemendur og vísindamenn við japanska háskóla, sem eiga þess kost að fá styrk til dvalar við Háskóla Íslands. 

Nemendur í grunn- og framhaldsnámi geta sótt um ferða- og uppihaldsstyrk til allt að níu mánaða námsdvalar. Mánaðarlegur uppihaldstyrkur nemur 150.000 JPY vegna dvalar í Japan og 200.000 kr. vegna dvalar á Íslandi. Auk þess geta styrkþegar sem dvelja lengur en einn mánuð sótt um allt að 200.000 kr. í ferðastyrk. Sjóðurinn veitir ekki styrk fyrir skólagjöldum eða öðrum kostnaði. 

Akademískir starfsmenn geta sótt um allt að 500.000 kr. ferða- og dvalarstyrk til styttri dvalar (allt að einum mánuði), sem tengist fræðistörfum eða rannsóknasamstarfi milli Háskóla Íslands og háskóla í Japan. 
 
Tilgangur Watanabe-sjóðsins er að styrkja fræðileg tengsl Íslands og Japans. Stjórn Watanabe-sjóðsins metur umsóknir og velur styrkhafa. Stjórnin áskilur sér rétt til að hafna styrkumsókn. 
 
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á vefsíðu Háskóla Íslands. 

Útfyllt umsóknareyðublað ásamt fylgiskjölum skal sent á netfangið watanabe@hi.is fyrir miðnætti að kvöldi 15. janúar 2024. 
 
Fyrirspurnum um Watanabe styrktarsjóðinn og umsóknarferli skal beint á netfangið watanabe@hi.is eða í síma 525-4311.
 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is