Háskóli Íslands

Styrkir til rannsókna í raunvísinda- og tæknigreinum

Stjórn Menningar- og framfarasjóðs Ludvigs Storr hefur ákveðið að veita styrki samtals allt að 15 milljónum króna í tilefni af 30 ára afmæli sjóðsins og 100 ára afmæli Háskóla Íslands.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða, með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum.

Umsóknarfrestur um styrkinn er til 1. júní en áætlað er að úthlutun fari fram á haustmánuðum 2011.

Val styrkhafa er í höndum sjóðsstjórnar en hana skipa David Pitt, stjórnarformaður og fulltrúi gefenda, dr. Guðmundur Magnússon, prófessor emeritus, dr. Ragnar Ingimarsson, prófessor emeritus, og Sigurður P. Gíslason, viðskiptafræðingur, en hann er jafnframt umsjónarmaður sjóðsins.

Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimasíðu sjóðavefs Háskóla Íslands, sjodir.hi.is, og hjá Sigurði P. Gíslasyni, umsjónarmanni sjóðsins, hagvis@centrum.is, sími 861-3173.

Umsóknum skal skilað í ábyrgðarpósti til Menningar- og framfarasjóðs Ludvgis Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1980 af Svövu Storr, ekkju Ludvigs Storr, og dóttur hans, Önnu Dúfu Storr.

Menningar- og framfarasjóður Ludvig Storr

Umsóknareyðublað

Háskóli Íslands

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is