Háskóli Íslands

Styrkir til rannsókna á íslenskri myndlist

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði Listasafns Háskóla Íslands fyrir árið 2013.

Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. Í því skyni skulu veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar, myndlistarsögu og forvörslu myndverka svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra rannsókna.

Umsóknarfrestur er til 22. maí 2013.

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni og eitt meginhlutverk hans er að stuðla að rannsóknum á íslenskri myndlistarsögu.

Styrkir hafa verið veittir til listfræðilegra rannsókna, bæði til sjálfstætt starfandi fræðimanna og fagfélaga. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum sjö sinnum, síðast árið 2011.

Frekari upplýsingar um styrkveitingu og útlutun veitir Auður Ólafsdóttir, safnstjóri Listasafns Háskóla Íslands, auo@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is