Háskóli Íslands

Úthlutað úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur í haust

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum og mun auglýsa eftir umsóknum í ágúst 2009 og er einn af örfáum styrktarsjóðum innan Háskóla Íslands sem mun veita rannsóknarstyrki í ár.

Rannsóknarsjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalann.

Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði HÍ og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum.  Styrkir verða veittir til rann¬sóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

Einnig viljum við minna á að hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti t.d. vegna árgangaafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka: 0513-26-004057. Kennitala styrktarsjóða HÍ er: 571292-3199.

Á heimasíðu Rannsóknasjóðs í hjúkrunarfræði: http://www.rsh.hi.is má nálgast eyðublað til styrkveitingar eða hringja í Rannsóknastofnunina s. 525-5280 eða hjúkrunar¬ræðideild HÍ s. 525-4960 og fá leiðbeiningar og aðstoð.

Nánari upplýsingar veitir:
Helga Garðarsdóttir, verkefnastjóri RSH. Netfang: helgagar@hi.is og í síma 525-5280/6989019

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is