Háskóli Íslands

Árekstrar lágorkurafeinda við halógeneruð metan-, etan- og etensambönd

Frímann Haukur Ómarsson, doktorsnemi við Raunvísindadeild

Árekstrar lágorkurafeinda við sameindir hafa talsvert verið rannsakaðir. Með ýmsum tækninýjungum sem fram hafa komið á undanförnum árum hafa mælingar orðið nákvæmari auk þess sem hægt er að mæla eiginleika sem áður voru ómælanlegir. Eitt ferlið á lágorkusviðinu er svokölluð rjúfandi rafeindaálagning (RRÁ) sem veldur því að sameindin brotnar í anjón og eitt eða fleiri óhlaðin brot. RRÁ kemur víða við sögu, t.d. í plasmatækni og þegar notast er við skarpan rafeindageisla við örprentun á yfirborð.

Nákvæmar upplýsingar um þversnið og gang RRÁ-ferla eru því nauðsynlegar ef smíða á líkön sem lýsa þessum ferlum. Með þessu verkefni Frímanns Hauks Ómarssonar, doktorsnema við Raunvísindadeild, er ætlunin að afla mikilvægra gagna um RRÁ á halógeneruðum metan-, etan- og etensamböndum. Þetta verður gert með nýrri aðferð, svokallaðri hraðasneiðmyndunartækni í bland við hefðbundnar RRÁ-aðferðir.

Leiðbeinandi: Oddur Ingólfsson, prófessor við Raunvísindadeild. Frímann hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is