Háskóli Íslands

Fjöleinda fyrirbrigði í hálfleiðara-ljósholum

Ivan Savenko, doktorsnemi við Raunvísindadeild

Skauteindir eru blönduð ástönd ljóss og efnis sem veita góðan möguleika á að búa til samfasa spunastraum. Þær greiða leiðina fyrir nýju rannsóknasviði, „spuna-ljósrafeindatækni”. Byltingarkennd þróun í skauteindafræði blæs fersku lofti í hefðbundna spuna-rafeindatækni og bætir við nýrri vídd með ljóstengdum spunahrifum.

Í verkefni Ivans Savenko, doktorsnema við Raunvísindadeild, verða þróaðar aðferðir til að stýra örveinda-skauteindum til að rannsaka og búa til tæki fyrir ljós-rafeindatækni sem byggjast á skammtafræðilegum spunahrifum skauteinda. Sér í lagi er ætlunin að þróa og rannsaka svokallaða skauteinda-taugunga og í stærra samhengi greiða veginn fyrir spuna-ljósrafeindatækni þar sem skautun örveindaskauteinda er stýrt með skautaðri ljósörvun og ytri sviðum í nanókerfum.

Leiðbeinandi: Ivan Shelykh, prófessor við Raunvísindadeild. Ivan hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is