Háskóli Íslands

Vöxtur snemma á lífsleiðinni – offita, hjarta- og æðasjúkdómar

Cindy Mari Imai, doktorsnemi við Matvæla- og næringarfræðideild

Lág fæðingarþyngd barna hefur ítrekað verið tengd heilsufarskvillum síðar á lífsleiðinni. Minna er vitað um tengsl vaxtar í barnæsku við heilsu á fullorðinsárum. Doktorsrannsókn Cindy Mari Imai, doktorsnema við Matvæla- og næringarfræðideild, byggist annars vegar á gögnum úr hóprannsókn Hjartaverndar (f. 1925–1934) og hins vegar tveimur framsæjum langtímarannsóknum á ungbörnum (f. 1995–1997 og2005) sem fylgt var eftir til sex ára aldurs. Markmið hennar er að kanna áhrif kreppunnar miklu á fæðingarþyngd og

vöxt Íslendinga í bernsku og tengsl þessara þátta við offitu og hjarta- og æðasjúkdóma á fullorðinsárum. Ákveðnar breytingar urðu á næringu og vexti barna á milli áranna 1995 og 2005. Börnum sem fengu eingöngu brjóstamjólk fjölgaði og prótínneysla minnkaði, en báðir þættir tengjast vaxtarhraða barna á fyrsta aldursári. Markmiðið rannsóknarinnar er einnig að kanna hvort og þá hvernig þessar breytingar tengjast annars vegar þyngdarþróun til sex ára aldurs og hins vegar áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.

Leiðbeinandi: Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild. Cindy Mari hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is