Háskóli Íslands

Aflögun, jarðskjálftavirkni og spennubreytingar á flekaskilunum á Reykjanesskaga

Marie Keiding, Raunvísindi

Verkefnið miðar að því að auka skilning á sambandi milli aflögunar jarðskorpunnar og jarðskjálfta áflekaskilunum á Reykjanesskaga.

Rannsakað verður hvernig spenna byggist upp vegna landreks oghvernig losnar um hana, annars vegar í jarðskjálftum og hins vegar með aflögun án jarðskjálfta. Landmælingar með gervitunglatækni, bæði GPS og bylgjuvíxlmælingar úr radargervitunglum, ásamt hæðarmælingum verða notaðar til að ákvarða flekahreyfingar og endurbæta líkön af flekaskilunum.

Einnig verður metið hve breytilegar flekahreyfingarnar eru, bæði í tíma og rúmi. Mælingar ájarðskorpuhreyfingunum verða jafnframt notaðar til að reikna aflögunarsvið (strain field) áReykjanesskaga. Gögn frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands verða notuð til að ákvarðaspennuþin (stress tensor) á Reykjanesskaga.

Tengsl jarðskorpuhreyfinga við breytingar í skjálftavirkniverða könnuð og samband milli aflögunar og spennu rannsakað. Slík samtúlkun landmælinga ogjarðskjálftagagna er ný af nálinni og er vonast til að niðurstöður rannsóknanna megi meðal annarsnýta við mat á jarðskjálftavá á svæðinu.

Leiðbeinandi: Þóra Árnadóttir, vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Björn Lund við Uppsala háskóla í Svíþjóð (meðleiðbeinandi).

Aðrir helstu samstarfsaðilar eru: Kristín Vogfjörð og Halldór Geirsson (Veðurstofu Íslands), Hjálmar Eysteinsson, Ingvar Þór Magnússon og Ragna Karlsdóttir (ÍSOR), Erik Sturkell, Rikke Pedersen og Freysteinn Sigmundsson (Norrænaeldfjallasetrinu).

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is