Háskóli Íslands

Styrkir fyrir stúdenta

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var stofnaður árið 2008 til að styrkja afburðanemendur til náms við skólann og var fyrsta úthlutun í júní það sama ár.  Háskóli Íslands hyggst veita árlega styrki til nýstúdenta, sem náð hafa framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Áætlað er að úthluta úr sjóðnum um miðjan júní ár hvert.

Verkefnastyrkur FS

Félagsstofnun stúdenta veitir verkefnastyrki þrisvar á ári. Tvo við útskrift í júní, einn í október og einn í febrúar. Nemendur sem skráðir eru til útskriftar og þeir sem eru að vinna verkefni sem eru 6 einingar eða meira í greinum þar sem ekki eru unnin lokaverkefni geta sótt um.

Stúdentasjóður

Stúdentaráð hefur umsjón með Stúdentasjóði. Hlutverk Stúdentasjóðs er að styðja við menningar- og félagslíf í deildum skólans. Í þeim tilgangi veitir sjóðurinn fé til deildarfélaga, samtaka stúdenta og einstakra stúdenta.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna útvegar áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Styrkjum er úthlutað til kennara á háskólastigi, fyrirtækja, rannsóknastofnana eða einstaklinga sem teljast hafa sérþekkingu á ákveðnu sviði, til þess að ráða stúdenta til sumarstarfa. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði.

Greiningarsjóður fyrir nemendur með námsörðugleika

Stúdentaráð starfrækir greiningarsjóð þar sem þeir nemendur sem þurfa greiningu vegna sértækra námsörðugleika geta sótt um styrk upp í kostnað við greiningu. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í apríl 2007, en stefnt er að því að úthluta einu sinni á misseri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is