Háskóli Íslands

Áhrif tjáningarskrifa á karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli

Sigríður Sjöfn Ágústsdóttir, Félagsvísindi

Markmið verkefnisins er að rannsaka hvort draga megi úr streitu hjá körlum sem greinst hafa meðkrabbamein í blöðruhálskirtli með hagkvæmri og sálrænni íhlutun.

Krabbamein í blöðruhálskirtli er hægfara krabbamein sem getur haft í för með sér verulega sálrænastreitu og skert heilsutengd lífsgæði hjá körlum, sérstaklega hjá þeim sem eiga erfitt með að tjátilfinningar sínar um krabbameinið.Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að það eitt að skrifa um tilfinningar sínar gagnvart sjúkdómi hefur áhrif á ýmislegt í atferli sjúklingsins, bæði tilfinningalega, líffræðilega og heilsutengda þætti.

Ef gengið er út frá því að það geti verið erfitt og óþægilegt að tjá sig við aðra um ákveðnar afleiðingarkrabbameins í blöðruhálskirtli (svo sem getuleysi og vangetu við stjórn þvagláts) má búast við aðþessir sjúklingar gætu haft gagn af því að fá tækifæri til að tjá tilfinningar sínar.

Rannsóknin munkanna tilgátur um að karlar sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli sem fá af handahófiíhlutun sem fólgin er í tilfinningatjáningu muni finna fyrir minni sálrænni streitu og meiri lífsgæðum.

Auk þess verður kannað hvaða þættir hafa áhrif á hverjir bregðast vel við íhlutuninni og hverjir ekki.

Leiðbeinendur: Jakob Smári, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Heiðdís B. Valdimarsdóttir, prófessorvið Mount Sinai School of Medicine, Department of Oncological Sciences

Samstarfsaðilar: Krabbameinsfélag Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is