Háskóli Íslands

Auglýst eftir umsóknum um styrki til vélaverkfræðinema

Auglýst eftir umsóknum um námsstyrk Godtfreds Vestergaard og Elínar Brynjólfsdóttur

Auglýst eftir umsóknum nemenda sem hafa a.m.k. lokið tveimur árum í grunnnámi í vélaverkfræði, til að stunda nám utan Íslands, gjarnan í Danmörku, og auka þannig við þekkingu sína og reynslu.

Nemendur geta sótt um styrk til skiptináms í grunn- eða framhaldsnámi við erlendan háskóla/danskan háskóla eða notið starfsþjálfunar í eitt misseri/sumar í fyrirtæki Godtfreds, Vestergaard Company A/S, til að kynna sér þá starfsemi og þekkingu sem þar er að finna. Nemendur sem vinna að verkefnum/rannsóknum sem tengjast starfssviði Vestergaard Company A/S munu ganga fyrir.

Sérfræðiþekking Godtfreds er á sviði vélaverkfræði og fagsvið hans er þróun ýmissa tækja og véla og sala þeirra um víða veröld. Fyrirtæki Godtfreds, Vestergaard Company A/S, hefur m.a. framleitt vökvaþrýstibúnað fyrir byggingariðnað en sérhæfir sig nú á
sviði þróunar og framleiðslu tækja til afísingar flugvéla.

Umsóknarfrestur er til 7. maí 2012.

Um er að ræða staka úthlutun og heildarstyrkupphæð er um 800.000 íslenskar krónur.
Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
1.  Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
2.     Námsferill umsækjanda.
3.     Upplýsingar um markmið námsdvalar.
4.     Meðmæli/nöfn og símanúmer meðmælenda.
5.     Áætlun um námsframvindu.

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta með öðrum hætti. Gert er ráð fyrir að styrkhafar geri grein fyrir hvernig styrkurinn nýtist að lokinni námsdvöl erlendis og leggi fram stutta greinargerð þess efnis til úthlutunarnefndar og gefanda styrksins, Godtfred Vestergaard. Umsóknum skal skila til umsjónarmans Styrktarsjóða Háskóla Íslands, netfang: sjodir@hi.is. Áætlað er að úthlutun fari fram í júní 2012.

Frekari upplýsingar um styrkveitingar og úthlutun er að finna á heimasíðu
Styrktarsjóða Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is, og einnig hjá Björgu Magnúsdóttur,verkefnastjóra, bjm1@hi.is síma 525 4219.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is