Háskóli Íslands

Eiginleikar peptíðasa í seyti fisksýkilsins Moritella viscosa

Bryndís Björnsdóttir Heilbrigðisvísindi

Eiginleikar peptíðasa í seyti fisksýkilsins Moritella viscosa Fisksýkillinn Moritella viscosa sem rannsóknin fjallar um veldur vetrarsárum í laxfiskum og þorski oghefur valdið miklum usla í fiskeldi við Norður-Atlantshaf, jafnvel þar sem bólusett er gegnsjúkdómnum.

Tekist hefur að greina sýkiþátt í seyti sýkilsins – málmháðan peptíðasa (MvP1), semhefur frumudrepandi virkni, hefur mikla caseinasavirkni og sem brýtur niður prótein bakteríunnar viðlágt hitastig. Meginmarkmið rannsóknarinnar eru að einangra og skilgreina peptíðasa í seyti Moritellaviscosa bakteríustofns og að ákvarða 1. stigs byggingu peptíðasans.

Ætlunin er einnig að skoðaútbreiðslu á seytingu peptíðasans og geni hans í mismunandi stofnum M. viscosa og skoða áhrif M.viscosa antigena á tjáningu ónæmistengdra gena í átfrumu-líkri frumulínu úr laxi. Þá er markmiðið aðbúa til peptíðasa neikvætt stökkbrigði og bera saman sýkingarmátt þess og villigerðarstofns M.viscosa í laxi og þorski.

Ennfremur er ætlunin að nota peptíðasa neikvætt stökkbrigði til að framleiðabóluefni gegn vetrarsárum og bera saman við bóluefni búið til úr villigerðarstofni meðbólusetningartilraun á laxi og þorski. Vonast er til að niðurstöður verkefnisins hjálpi til við að skýrasýkingarmátt M. viscosa, sem enn er lítið þekktur, sem og að niðurstöðurnar geti nýst við framleiðslubættra bóluefna, með notkun peptíðasa neikvæðs stökkbrigðis.

Peptíðasinn er einnig áhugaverðurvegna sérstakra eiginleika sinna sem meðal annars gætu nýst í iðnaði.

Leiðbeinandi: Bjarnheiður Guðmundsdóttir, vísindamaður við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Samstarfsaðilar: Institute for Marine Biosciences (NRC), Halifax, Kanada, Prokaria, Raunvísindastofnun H.Í., NorwegianSchool of Veterinary Science,Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum.Brynhildur Thors HeilbrigðisvísindiBoðkerfi í

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is