Kona með skurðstofuhúfu og lyfjaglös í bakgrunni.

Menntasjóður Læknadeildar

Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur í Læknadeild til náms, rannsókna eða símenntunar erlendis, sem og að styrkja fyrirlestrahald eða fræðslustarf í læknavísindum hérlendis.

Kona með skurðstofuhúfu og lyfjaglös í bakgrunni.

Menntasjóður Læknadeildar

Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur í Læknadeild til náms, rannsókna eða símenntunar erlendis, sem og að styrkja fyrirlestrahald eða fræðslustarf í læknavísindum hérlendis.

Menntasjóður Læknadeildar er safn sjóða sem tengjast Læknadeild og læknavísindum og eru sameinaðir til þess að styðja við nemendur í Læknadeild Háskóla Íslands og styrkja jafnframt fræðslu til að efla læknavísindi á Íslandi. Sjóðirnir eru:

  • Legat Guðmundar Magnússonar prófessors og Katrínar Skúladóttur (1922)
  • Minningarsjóður John McKenna Pearson (2001)
  • Starfssjóður Læknadeildar (1987)
Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Stjórn Menntasjóðs Læknadeildar er skipuð þremur einstaklingum, deildarforseta, varadeildarforseta og deildarstjóra Læknadeildar Háskóla Íslands hverju sinni.

Í stjórn sjóðsins sitja nú:

  • Sædís Sævarsdóttir, prófessor, formaður
  • Stefán Þórarinn Sigurðsson, prófessor
  • Magnús Ragnar Guðmundsson deildarstjóri

Skipulagsskrá fyrir Menntasjóð Læknadeildar (PDF)

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2025

  • Hlynur Breki Harðarson
  • Jóhanna Vigdís Guðjónsdóttir
  • Kolbrún Sara Haraldsdóttir
  • Ýr Ý Nhu Tran

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025

2024

  • Baldvin Fannar Guðjónsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024

2023

  • Ágústa Eyjólfsdóttir
  • Birta Rakel Óskarsdóttir
  • Bjarki Leó Snorrason 
  • Katrín Hólmgeirsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023

2022

  • Bergmundur Bolli H. Thoroddsen

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022

2021

  • Klara Briem

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021

2020

  • Arnar Einarsson
  • Hjördís Ásta Guðmundsdóttir
  • Eygló Dögg Ólafsdóttir
  • Ingunn Haraldsdóttir
  • Snædís Ólafsdóttir 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Þórarni Guðjónssyni, forseta Læknadeildar
Baldvin Fannar Guðjónsson, þriðja árs nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, ásamt foreldrum sínum Guðjóni Baldurssyni og Bryndísi Guðjónsdóttur, unnustu sinni Francescu Perry-Poletti, Sædísi Sævarsdóttur, prófessor og varadeildarforseta Læknadeildar og Jóni Atla Benediktssyni rektor.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share