Háskóli Íslands

Fjöltindalausnir í ólínulegum hlutafleiðujöfnum

Olivier Matthieu S. Moschetta, Raunvísindi

Verkefnið fjallar um ákveðinn flokk ólínulegra hlutafleiðujafna, þar með talda ólínulegu Schrödingerjöfnuna.

Fyrir ólínulegar jöfnur gildir yfirleitt ekki hið svokallaða samlagningarlögmál, þ.e. að summatveggja lausna sé einnig lausn. Hins vegar gildir lögmálið í sumum tilfellum í ákveðinni nálgun: Til erlausn sem er nálægt summu gefnu lausnanna að því tilskildu að lausnunum tveimur sé hliðrað nógulangt innbyrðis. Slík lausn kallast tvítindalausn.

Ef upphaflegu lausnirnar eru þrjár eða fleiri er talaðum fjöltindalausnir. Jafnvel er hægt að fá fram óendanlega marga tinda.Ástæða þessa fyrirbæris er ekki vel skilgreind. Markmið verkefnisins er að bæta skilning okkar á þessumeð því að beita ólínulegri fellagreiningu til að kalla fram fyrirbærið. Ef vel tekst til væri hægt aðfinna dæmi um fyrirbærið sem snúast um annað en lausnir diffurjafna eingöngu. Til að mynda erástæða til að ætla að skuggasetningin úr hreyfikerfafræði sé dæmi um svipað fyrirbæri.

Leiðbeinandi: Robert J. Magnus, prófessor í stærðfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is