Háskóli Íslands

Gerð aukasetninga í íslensku og skyldum málum

Ásgrímur Angantýsson Hugvísindi

Meginmarkmiðið með rannsókninni er að varpa ljósi á eftirfarandi spurningar:

Hvaða formgerðareiginleikar aukasetninga gera það að verkum að skilyrði kjarnafærslu, stílfærslu, þaðinnskotsog skandinavískrar raðar eru svo mismunandi eftir tegundum aukasetninga sem raun bervitni? Af hverju – og að hvaða marki – er íslenska ólík nágrannamálunum að þessu leyti?Þar sem yfirleitt er gert ráð fyrir í nýlegum skrifum um setningafræði að aukasetningar hafi íaðalatriðum sömu formgerð í öllum tungumálum, og séu sömu gerðar innan tiltekins máls ímegindráttum, er býsna erfitt fræðilegt vandamál að gera grein fyrir staðreyndum á borð við þærsem vísað er í.

Ætlunin er að rannsaka tilbrigðin sem þar eru nefnd nánar, og í meira samhengi enáður hefur verið gert, í því skyni að öðlast dýpri skilning á gerð aukasetninga í íslensku og skyldummálum og jafnvel tungumálum almennt. Kerfisbundinn samanburður af þessu tagi hefur ekki veriðgerður áður.

Rannsóknin verður unnin í anda svonefndrar málkunnáttufræði sem felur í sér að meginviðfangsefnimálfræðinga sé að gera grein fyrir málkunnáttunni, þ.e. því sem málnotendur kunna. Tengsl mín ogstörf við öndvegisverkefnið „Tilbrigði í setningagerð”, sem Höskuldur Þráinsson stýrir og er hluti afsamnorrænni rannsókn á setningamállýskum í skandinavískum málum, gefa einstæða möguleika á þvíað safna dómum frá málnotendum hér og annars staðar á Norðurlöndum og prófa tilgátur um þautilbrigði sem í hlut eiga. Slíkur samanburður hefur ekki heldur verið gerður áður í þessum mæli eða ájafn kerfisbundinn hátt svo ég viti.

Leiðbeinandi: Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku við H.Í.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is