Háskóli Íslands

Gigt á Íslandi: Fornleifafræðileg rannsókn

Hildur Gestsdóttir, Hugvísindi

Rannsóknir á sjúkdómum í fornum mannabeinum geta gefið ýmsar upplýsingar. Þar á meðal eruupplýsingar um sjálfan sjúkdóminn, orsakafræði hans, áhrif sem hann hefur á beinin og áhrif semsjúkdómar höfðu á einstaklinga áður en nútímalæknisfræði og lyf komu til sögunnar. Rannsóknir ásjúkdómum geta gefið upplýsingar um viðurværi og aðstæður í fornum samfélögum, t.d. gefahörgulsjúkdómar upplýsingar um næringu, smitsjúkdómar upplýsingar um samgöngur og samskiptiog áverkar á beinum gefa hugmynd um hversu hættulegu lífi sá hópur fólks sem verið er að rannsakalifði.

Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum sem finnst í fornum beinum, tengist bæði álagi, og gefur þvíupplýsingar um lifnaðarhætti, og erfðum, sem veitir upplýsingar um skyldleika. Slitgigt gefur því miklarannsóknarmöguleika á fornum samfélögum.

Markmið þessa verkefnis er að rannsaka um 500beinagrindur sem fundist hafa við fornleifauppgröft á Íslandi með áherslu á sjúkdóma sem herja á liði.

Beinagrindurnar í rannsókninni eru tímasettar allt frá landnámi til 19. aldar. Þær eru frá öllumlandshlutum og eru einstaklingar úr ýmsum félagsstöðum með í úrtakinu, allt frá litlumheimagrafreitum að stórum kirkjugörðum. Þetta þýðir að í lok rannsóknarinnar verður komið gottyfirlit yfir þá sjúkdóma sem herja á liði í fornum beinum á Íslandi, þó að aðaláhersla verði lögð á söguog orsakafræði slitgigtar. Þá verða þessir sjúkdómar skoðaðir á mismunandi tímum, á mismunandilandsvæðum og í mismunandi félagsstöðum.

Leiðbeinandi: Orri Vésteinsson, lektor í fornleifafræði við H.Í.

Samstarfsaðilar: Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifastofnun Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is