Háskóli Íslands

Hagnýt stýrikerfi byggð á tímasvörunum kerfa á lokuðu formi

Gísli Herjólfsson, Verkfræði- og raunvísindi

Meginmarkmið verkefnisins er að nýta lausnir á lokuðu formi fyrir línuleg kerfi til að búa tilhagkvæm reiknirit fyrir svaranir kerfa og lausnir á ýmsum stýritæknivandamálum.Reiknirit sem hafa verið þróuð á síðustu áratugum, innan stýritækninnar og stærðfræðinnar, eru oftaren ekki byggð á tölulegum nálgunum á lausnum diffurjafna, sem nýta sér ekki formgerð lokuðuformanna.

Það er þetta „bil” sem reynt er að brúa í verkefninu. Undirstaða verkefnis þessa eru eldriverk Önnu Soffíu Hauksdóttur, þar sem hún setti fram svaranir línulegra kerfa með aðskildumeigingildum.

Nýlega hafa þessi lokuðu form verið útvíkkuð fyrir kerfi sem hafa endurtekin eigingildi.Þau hafa ennfremur verið sett fram innan ákveðins ramma sem auðveldar útfærslu þeirra í skilvirkumreikniritum. Með því að nota mismunavirkja í þessari framsetningu er auk þess auðvelt að meðhöndlastakræn kerfi alveg hliðstætt við hliðræn kerfi.

Með tilliti til kerfa sem hafa eitt innmerki og eitt útmerki (SISO) er staða verkefnisins nú sú að megináherslanverður lögð á að skrifa tímaritsgreinar um framsetningu þeirra og að búa til hagkvæmreiknirit til þess að leysa ýmis afmörkuð verkefni innan stýritækninnar, svo sem bestun stýringa ogeltun.

Nú þegar hafa mörg slík verkefni verið skoðuð ásamt tillögum um lausnir á þeim, hins vegar ereftir að útfæra reikniritin sem leysa þau. Það getur orðið til mikilla hagsbóta, fyrir stýritækninaalmennt og önnur skyld svið, að þróa tól í Matlab sem nýtir sér þessa framsetningu og það mun verðagert.

Leiðbeinandi: Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við verkfræðideild H.Í. Samstarfsaðilar: Department of Chemical and Biochemical Engineering Rutgers – The State University of New Jersey,tölvuverkfræðiskor Háskóla Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is