Stjórn Heimspekisjóðs Brynjólfs Bjarnasonar hefur ákveðið að veita styrk til doktorsnema í heimspeki. Úthlutunin fer fram í maí nk. Um er að ræða styrk að upphæð kr. 200.000.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta í framhaldsnámi í heimspeki. Skilyrði fyrir úthlutun styrks er að styrkþegi haldi fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki, eigi síðar en tveimur árum eftir að honum er veittur styrkurinn.
Umsóknarfrestur um styrkinn er til 29. mars 2010. Val styrkhafa er í höndum sjóðsstjórnar en hana skipa Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur og formaður stjórnar, Páll Skúlason prófessor og Frida Vestergaard, dóttir Godtfreds stofnanda sjóðsins.
Frekari upplýsingar um styrkinn er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is, og einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra styrktarsjóða og hollvina HÍ, helgab@hi.is, sími 525 5894.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 af Elínu Brynjólfsdóttur og eiginmanni hennar, Godtfred Vestergaard. Godtfred er danskur verkfræðingur af íslenskum ættum og forstjóri fyrirtækisins Vestergaard Company A/S. Elín Brynjólfsdóttir var dóttir Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra og heimspekings, en hún lést árið 2001.