Háskóli Íslands

Hreyfanleg samhengi – menning, tækni og farsímar

Davíð Bjarnason, Félagsvísindasvið

Á tiltölulega skömmum tíma hafa farsímar og ýmis tækni þeim tengd náð mikilli útbreiðslu í heiminum,en fjöldi farsímanotenda er nú kominn yfir einn og hálfan milljarð. Farsíminn tengist hugmyndumnútímans um hreyfanleika, hraða og stöðugt samband í samskiptum, aðgengi að upplýsingum og afþreyingu sterkum böndum.

Í nútímanum er stöðugt samband talið grunnurinn að lífvænlegu samfélagiog virkri þátttöku einstaklingsins í samfélaginu. Nýir angar farsímatækninnar og annarra þráðlausra samskipta spretta fram í tengslum við þessar hugmyndir og á síðustu árum hefur tæknin tengst sífelltfleiri sviðum mannlífsins. Nú er svo komið að litið er á þessa samskiptatækni sem órjúfanlegan þáttsamfélagsins. Mikilvægt er að átta sig á þeim þáttum er liggja til grundvallar þeim breytingum sem héreiga sér stað.

Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að skoða samspil tækni, samfélags og menningar frá sjónarhóliaðila sem skilgreina má sem þátttakendur í aðgerðaneti. Lykilspurning rannsóknarinnar er hvernigtengsl mótast í kringum farsímatæknina við ólík svið samfélagsins, ríkjandi gildi og ný. Í framhaldi afþví er spurt hvernig nýjar hugmyndir um samhengi tækninnar og notkun hennar verða til í kringumþessa tengslamyndun.

Sjónum er þannig ekki beint að tækninni sem slíkri, heldur er viðfangsefnið það mótunarferli sem tæknin fer í gegnum og myndar tengsl þar sem merking hennar og samhengi mótast. Kastljósinu er beint að innleiðingu og þróun farsímatækninnar á tilteknum stað, þ.e. Íslandi, en um leiðer tengsla að leita í hnattvæðingu tækninnar, flæði og árekstrum hugmynda og gilda.

Leiðbeinandi: Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við H.Í.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is