Háskóli Íslands

Lífsskilyrði, félagslegt umhverfi og heilsufar barna og barnafjölskyldna

Harpa Njáls, Félagsvísindi

Rannsóknin í hnotskurn: Markmið verkefnisins er að afla þekkingar á lífskjörum, umhverfi og heilsubarna og barnafjölskyldna á Íslandi og bera saman við aðrar Evrópuþjóðir. Byggt er á gagnasafniHagstofu Íslands EU-SILC. Greindar verða ytri aðstæður barna, félags- og efnalegar og áhrif þeirra álífskjör, umhverfi og möguleika almennt.

Heilsufar barna og barnafjölskyldna verður rannsakað meðtilliti til sálfélagslegra þátta svo sem kvíða, þunglyndis og hvort börn eigi við langvarandi veikindi aðstríða. Leitað verður svara við því hvort barnafjölskyldur sem njóta félagslegrar aðstoðar og hjálparfrá fjölskyldu og félagsneti búi síður við sálfélagslega vanlíðan en fjölskyldur í sömu stöðu sem eigaekki kost á slíku.

Sérstök áhersla verður lögð á að bera niðurstöður á Íslandi saman við niðurstöðurannarra Evrópuríkja. Niðurstöður verkefnisins geta varpað ljósi á aðstæður barna og barnafjölskyldnaá Íslandi út frá félags- og efnalegum aðstæðum, umhverfi og heilsufari. Þá ættu niðurstöðurnar aðleiða í ljós umfang félagslegrar aðstoðar fjölskyldu og félagsnets sem barnafjölskyldur njóta og meta ítengslum við heilsufar og líðan. Þá verður efnið sett í fræðilegt samhengi á sviði lífskjararannsókna.

Leiðbeinandi: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent í félagsfræði við félagsvísindadeild H.Í.

Samstarfsaðilar: Hagstofa Íslands, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Miðstöð heilsuverndar barna,Stokkhólmsháskóli, Háskólinn í York, Háskólinn í Turku.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is