Háskóli Íslands

Markgen stjórnpróteinsins Mitf í litfrumum og sortuæxlum

Christian Praetorius, Heilbrigðisvísindi

Verkefnið miðar að því að greina hlutverk og starfsemi stjórnpróteinsins Mitf í þroskun litfrumna (melanocytes) og myndun sortuæxla. Litfrumur eiga uppruna sinn í taugakambi (neural crest) snemma í þroskun spendýra og ferðast þaðan sem forverafrumur (melanoblasts) til áfangastaðasinna í húð, augum og innra eyra þar sem hinar eiginlegu litfrumur verða til.

Hluti forverafrumnanna myndar stofnfrumur litfruma (melanocyte stem cells) sem búa til nýjar litfrumur í hvert sinn semhársekkurinn endurnýjast. Stjórnpróteinið Mitf er nauðsynlegt fyrir myndun og starfsemi forverafrumnanna auk þess sem það er nauðsynlegt fyrir starfsemi stofnfrumnanna og viðhald og sérhæfingu litfrumnanna sjálfra.

Það kemur einnig við sögu í myndun sortuæxla. Margt er þó óljósthvað varðar starfsemi Mitf-stjórnpróteinsins í þessu ferli.

Í verkefni þessu verður notuð nýleg aðferð,mótefnafelling á örflögu (ChIP chip), til að kortleggja öll markgen Mitf-stjórnpróteinsins í erfðamengilitfrumna og sortuæxla til að reyna að finna öll þau gen sem Mitf stjórnar tjáningu á í þessum frumum.Þannig fást upplýsingar um þau gen sem Mitf stjórnar í litfrumum á mismunandi þroskastigum og ísortuæxlum.

Leiðbeinandi: Eiríkur Steingrímsson, prófessor í erfðafræði við læknadeild Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Henk Stunnenberg, Nijmegen Center for Molecular Life Sciences, Nijmegen, Hollandi, og Nimblegen Systems á Íslandi.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is