Háskóli Íslands

Næring skólabarna – þættir sem ákvarða hollt mataræði

Ása Guðrún Kristjánsdóttir, Heilbrigðisvísindi

Markmið rannsóknarinnar er að stuðla að góðum og hollum matarvenjum barna í samvinnu viðforeldra og starfsfólk grunnskóla. Unnið er út frá ráðleggingum um mataræði frá Lýðheilsustöð og rannsóknum Rannsóknastofu í næringarfræði á mataræði íslenskra barna.

Vísindalegt gildirannsóknarinnar felst í aukinni þekkingu á hvernig flétta megi hollar lífsvenjur inn í daglegt líf barna. Næring skólabarna er hluti af rannsókninni „Lífstíll 7 til 9 ára barna“. Rannsóknin verður framkvæmdá árunum 2006–2008. Í úrtakinu eru 300 börn í 2. bekk í sex grunnskólum í Reykjavík. Íhlutun fer framí þremur grunnskólum og þrír grunnskólar eru til viðmiðunar. Til íhlutandi aðgerða teljast meðalannars fræðsla og áhrif á umhverfi sem unnið er að í samstarfi við börn, foreldra og starfsfólk skólanna.

Margir þættir hafa áhrif á mataræði, en meðal þeirra sem sterkast tengjast eru aðgengi ogþekking varðandi næringu og verður því aðallega unnið með þessa þætti í rannsókninni. Mögulegáhrif íhlutunar á fæðuvenjur barnanna verða könnuð með veginni skráningu fyrir og eftir íhlutun. Áhrif íhlutunar verða auk þess metin meðan á rannsókn stendur með einföldum spurningalistum.

Ávinningur af verkefninu felst í aukinni þekkingu á mataræði 7 til 9 ára barna og þróun á leiðum til aðauka þekkingu barna og foreldra þeirra á næringarfræði mannsins og um leið stuðla að auknu aðgengi barnanna að hollum mat.

Leiðbeinandi: Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Samstarfsaðilar: Starfsfólk grunnskóla í Reykjavík, skólabörn og foreldrar. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþróttalífeðlisfræði, Kristján Þór Magnússon doktorsnemi og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í uppeldisfræði, Kennaraháskóla Íslands, og Hannes Hrafnkelsson doktorsnemi, læknadeild Háskóla Íslands.

Úthlutunarár: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is