Háskóli Íslands

Heilablóðfall í Gana: faraldsfræði, lífsgæði og samfélagsvitund

Eric Sampane-Donkor, doktorsnemi við Læknadeild

Heilablóðfall er önnur helsta dánarorsökin í heiminum og dauðsföll af þess völdum eru mikið vandamál í sunnanverðri Afríku. Þrátt fyrir að heilablóðfall sé álitinn mjög alvarlegur sjúkdómur í Gana er nánast engar upplýsingar að hafa um stöðu sjúkdómsins þar. Þar að auki er lítil vitund í samfélaginu um heilablóðfall og það er talið eiga stóran þátt í hárri sjúkdóms- og dánartíðni af völdum þess í landinu.

Í rannsókn Eric Sampane-Donkor, doktorsnema við Læknadeild, verður leitast við að takast á við þennan þekkingarskort með því að rannsaka 150 heilablóðfallssjúklinga ásamt samanburðarhópi. Upplýsingum verður safnað um þátttakendurna þar sem áherslan verður á áhættuþætti, spá um lífsgæði þeirra sem lifa af heilablóðfall, sýkingar og aðra þætti tengda sjúkdómnum. Þar að auki verður gögnum safnað til þess að meta þekkingu ganíska samfélagsins á áhættuþáttum og viðvörunarmerkjum fyrir heilablóðfalli.

Leiðbeinandi: Vilmundur Guðnason, prófessor við Læknadeild og forstöðulæknir Hjartaverndar. Eric hlaut styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags Íslands í maí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is