My name is Eggert Örn Sigurðsson and I am studying Japanese language and culture at the University of Iceland. From a young age, I have always had a love of languages. I like how they are structured and I find it very interesting to analyze how different languages have developed in similar or different ways. Combined with an interest in Japanese media and a curiosity of their culture, I enrolled in the Japanese program at the University of Iceland. I soon realized it was the perfect fit for me and I was overjoyed to hear that the third year of study would be conducted as an exchange study in Japan. I studied hard to learn as much Japanese as I could before I went and was eventually extremely pleased to learn that I had not only been accepted for studying at the renowned Kyushu University in Fukuoka, but also that I had received the Watanabe scholarship.
It was a strange experience to move from my hometown of Borgarnes, a town of barely 2000 people, to the city of Fukuoka in southern Japan, which has a population of almost 1 and a half million people. Initially I was a bit uncomfortable moving through the masses of people and trying to use the public transport system, always worried I would do something wrong. However, before long I not only got used to it but came to love living in Fukuoka. Also, after visiting other, bigger cities such as Tokyo, I realized that Fukuoka really is not all that big. The masses of people and the towering buildings back in Fukuoka seem like nothing when compared to Japans bigger cities. It is funny how your perspective can change when you spend so much time in a different culture.
I was part of a program at Kyushu University called the JTW (Japan in Today's World) program, and there I was allowed to experience many facets of Japanese culture. We went on multitudes of study trips, where we got to do such things as:
• Witness authentic Sumo wrestlers practicing for the upcoming tournament.
• Visit a real Zen Buddhist temple and learn Zen meditation with the monks.
• Visit a Japanese elementary school, have a class with the kids and then play with them during recess.
• Visit various shrines, temples and castles in the Kyushu area.
• Learn to both plant and harvest rice.
• Many, many more.
I think the most memorable experience to me is probably the Zen Buddhist temple. We were sat down and taught to do authentic Zen meditation from a real Zen monk, where we would be hit on the shoulders with a stick to help is concentrate if we did not seem to be focused enough on our meditation. After that there was a ceremony where the monks flourished some scrolls around while yelling loudly, subsequently we were allowed to lie down next to them and be exorcised of evil spirits, which entailed the monks hitting us on the back repeatedly with their scrolls. It was an amazing experience. Visiting the elementary school was also very memorable as it gave me a glimpse of the values that the Japanese want to teach their children, and how different it is to what I am used to back home. It was very useful for deepening my understanding of Japan and Japanese culture. I think my favorite was the rice planting/harvesting trips as we got do have a barbecue with the farmers, where we could grill meat, drink sake and chat with the farmers. The saddest memory is probably visiting Kumamoto, as shortly after our visit, the city was ravaged by earthquakes, which I could feel strongly all the way back to my dorm room. It was amazing to see how the Japanese people all came together to help the victims with donations and volunteering and I was thankful to be able to participate in a charity event to help the victims of the earthquakes.
I am very thankful for receiving the Watanabe scholarship as it enabled me to have the financal freedom to travel during my stay and experiencing all kinds of different things in Japan, from the hustle and bustle of Tokyo to the quiet, serene atmosphere of Ainoshima, an island off the coast of Kyushu, mostly inhabited by cats.
In the future, I am going to strive towards becoming fluent in Japanese and I hope to be able to utilize my knowledge of Japanese and Japanese culture for the career path I decide to take. I think living abroad is an experience that will define what kind of person I will be in the days to come. I think stepping out of your home culture is an important step for towards understanding the world and I think we would have a lot less conflict in the world if we could just learn to understand each other a little better. This experience has been life changing for me and I would recommend doing something like this to anyone.
Eggert Örn Sigurðsson.
Icelandic
Ég heiti Eggert Örn Sigurðsson og ég er að læra Japanskt mál og menningu við Háskóla Íslands. Frá ungum aldri hef ég alltaf haft ást á tungumálum. Mér finnst gaman sjá uppbyggingu þeirra og að skoða hvernig mismunandi tungumál hafa þróast á svipaðan eða ólíkan hátt. Það, samanlagt við áhuga á Japönsku sjónvarpsefni og forvitni fyrir Japanskri menningu, var ástæðan fyrir því að ég byrjaði að læra Japönsku við Háskóla Íslands. Ég komst fljótt að því að þetta væri rétta deildin fyrir mig og var mjög glaður þegar ég komst að því að þriðja árið væri tekið sem skiptinám í Japan. Ég gerði mitt besta til að læra eins mikla Japönsku og ég gat áður en kom að skiptináminu og var að lokum ótrúlega ánægður að heyra að ég hefði ekki eingöngu verið samþykktur sem nemandi við Kyushu University í Fukuoka, heldur einnig að ég myndi fá Watanabe skólastyrkinn.
Það var mjög sérstök upplifun að flytja frá Borgarnesi, sem er varla 2000 manna bær, til stórborgarinnar Fukuoka í suður-Japan, þar sem búa næstum ein og hálf milljón manns. Til að byrja með fannst mér heldur óþægilegt að reyna að komast leiðar minnar í kringum svona mikið af fólki og ég var hræddur við að nota almenningssamgöngur þar sem ég hélt alltaf að ég myndi klúðra einhverju. En áður en löngu var liðið var ég orðinn vanur því og fannst frábært að búa í Fukuoka. Einnig, eftir að ég heimsótti aðrar stærri borgir í Japan eins og Tokyo, komst ég að því að Fukuoka er bara ekkert svo stór. Fólksmergðin og háu byggingarnar í Fukuoka virtust dvergvaxnar miðað við stærri borgirnar sem ég heimsótti. Skrítið hvernig sjónarhorn manns getur breyst þegar maður býr í öðru menningarsamfélagi.
Ég tók þátt í prógrami sem kallast JTW (Japan in Today's World) við Kyushu University, og þar fengum við tækifæri til að upplifa margar mismunandi hliðar á japönsku samfélagi. Við fórum í margar mismunandi vettvangsferðir þar sem við fengum að gera ýmislegt eins og:
• Að sjá alvöru Súmóglímukappa æfa sig fyrir næsta mót.
• Að heimsækja alvöru Zen Búddisma hof og að læra Zen hugleiðingu með munkunum.
• Að heimsækja japanskan grunnskóla, sitja í tíma með þeim og leika við þau í frímínútum.
• Að heimsækja ýmis helgiskrín, hof og kastala á Kyushu svæðinu.
• Að læra að bæði að planta og að uppskera hrísgrjón.
• Margt, margt, fleira.
Ég held að minnisstæðasta upplifunin hafi verið Zen hofið. Við vorum látin setjast niður og kennt alvöru Zen hugleiðingu af alvöru Zen munki, þar sem við vorum lamin á bakin með spýtu til að hjálpa okkur að einbeita okkur ef við virtumst ekki vera nógu djúpt í hugleiðingunni. Eftir það var athöfn þar sem munkarnir voru með gamlar pappírsrollur sem þeir opnuðu og lokuðu á leikrænan hátt og öskruðu á meðan. Síðan máttum við leggjast við hliðina á þeim og láta þá berja okkur á bakið með rollunni á meðan þeir öskruðu. Þetta átti að hjálpa okkur að losna við illa anda. Það var einnig mjög minnisstætt að heimsækja grunnskólann þar sem það gaf mér innsýn inn í hvaða gildi Japanir leggja áherslu á að kenna börnunum sínum og hversu öðruvísi það er frá því sem ég er vanur. Það var mjög gagnlegt til að dýpka skilninginn minn á Japan og japanskri menningu. Ég held að uppáhaldið mitt hafi samt verið hrísgrjóna plöntunar/uppskeru ferðirnar þar sem við fengum að hafa grillveislu með hrísgrjónabóndunum og gátum grillað kjöt, drukkið sake og spjallað við bóndana. Daprasta minningin var líklega að heimsækja Kumamoto, þar sem að stuttu eftir heimsókn okkar varð borgin fyrir stórum jarðskjálftum sem ég gat fundið alla leið heim á herbergi. Það var frábært að sjá hvernig Japanirnir komu saman til að hjálpa fórnarlömbunum með framlögum og sjálfboðavinnu og ég var mjög þakklátur að fá að taka þátt í góðgerðaratburði til að hjálpa fórnarlömbunum.
Ég er mjög þakklátur að hafa fengið Watanabe skólastyrkinn þar sem hann gerði mér kleift að hafa nógu mikið fjárhagslegt frelsi til að ferðast um Japan og að upplifa alls konar hluti, allt frá ysinu og þysinu í Tokyo til friðsamlega, rólega andrúmsloftsins í Ainoshima, eyju stutt frá Kyushu þar sem flestir íbúarnir eru kettir.
Í framtíðinni ætla ég mér að verða altalandi á japönsku og ég vona að ég geti notað þekkingu mína á Japönsku tungumáli og menningu fyrir þann starfsferil sem ég mun taka mér fyrir. Ég held að sú upplifun að búa í öðru landi sé eitthvað sem muni skilgreina hvers konar manneskja ég verð í framtíðinni. Að mínu mati er það að stíga út fyrir sína heimamenningu mikilvægt skref til að skilja heiminn í kringum sig og ég held að það væri mun minna af átökum í heiminum ef við gætum öll lært að skilja hvort annað aðeins betur. Þessi upplifun hefur verið frábær og ég mæli með því fyrir hvern sem er að gera eitthvað svipað.